Tímamót í dýravelferð

haldið 23. febrúar á Hvanneyri

Vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna örðugleika við að tryggja samfellda dýralæknisþjónustu á Norðaustur og Austurlandi, vill Dýralæknafélag Íslands (DÍ) árétta að félagið hefur til fjölda ára bent á mikilvægi þess að treysta sólarhringsþjónustu í öllum umdæmum með vöktum í samstarf tveggja eða fleiri dýralækna. Eins hefur DÍ lagt áherslu á að þjónustusvæði verði ekki það stór að viðbragðstími verði óhóflega langur. Því miður hafa þessi sjónarmið DÍ fengið takmarkaðan hljómgrunn.
Mikilvægt er að tryggja tekjulegan grunn dýralækna með því auka föst verkefni þeirra. Það verður ekki gert nema með ákveðnum velvilja hjá búnaðarsamböndum, BÍ og stuðningi ríkisins. Dýralæknar leggja eins og aðrar stéttir áherslu á eðlilegan frítíma með  fjölskyldu. Þeir verða að geta sótt sér nauðsynlega símenntun og þeir eru almennt ekki tilbúnir að vera einir á samfelldri sólarhringsvakt mánuðum saman. Mikilvægt er því að höfða til ungra dýralækna með fjölbreyttum og samfelldum verkefnum og skapa þannig áhuga á starfi þjónustudýralæknis í dreifbýli.
Að mati DÍ er nærþjónusta dýralæknis mikilvæg m.t.t. velferðar dýra, ímyndar landbúnaðar og vinnslu búfjárafurða. Félagið telur hins vegar að stórtækar breytingar á dýralæknisþjónustu undanfarin ár hafi skert og muni að óbreyttu skerða dýralæknaþjónustu í dreifbýli það mikið að hún geti hæglega lagst af með öllu.
Dýralæknafélag Íslands geldur einnig varhug við hugmyndum bænda um breytingar á regluverki í þá átt að bændur fái aukinn aðgang að dýralyfjum. Að mati DÍ er farsælla að leitað verði leiða til að tryggja nærþjónustu dýralækna í öllum landbúnaðarhéruðum. Í Evrópu og víðar er miklil umræða um þá ógn sem stafar af auknu lyfjaónæmi og lyfjamengun afurða með almenna lýðheilsu í huga. Ísland er þekkt fyrir markvissa og litla notkun dýralyfja og mikilvægt að sú sérstaða glatist ekki.
Einungis er unnt að stunda dýralæknanám erlendis. Námið tekur yfirleitt að lágmarki sex ár og er með kostnaðarsamasta háskólanámi sem stundað er. Vegna lélegra kjara og mikils vaktaálags hefur reynst erfitt að fá  íslenska dýralækna til að koma heim til starfa, þar sem þeim bjóðast oftast mun betri kjör og starfsaðstaða erlendis. Búast má við því að við óbreyttar aðstæður hérlendis muni skortur á dýralæknum aukast jafnt og þétt næstu árin.


 Dýralæknafélag Íslands 80 ára

Á aðalfundi DÍ þann 28.september var Halldór Runólfsson dýralæknir gerður að heiðursfélga DÍ.

Ályktun aðalfundar:

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands, haldinn 28. september 2014 í Snorrastofu í Reykholti, lýsir áhyggjum af stöðu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem er eina rannsóknarstofnunin í dýraheilbrigði á Íslandi. Mikilvægt er að hlutur dýralækna og dýrasjúkdóma í vísindastarfi Keldna verði styrktur og tengsl við starfandi dýralækna efld. Dýralæknafélagið hvetur stjórnvöld og stjórn Keldna til að sinna þessum mikilvæga málaflokki betur og þar með standa vörð um heilbrigði dýra og manna.

Nýtt lógó ásamt nýjum stefnumiðum samþykkt:

Kynningabæklingur um dýralækna

BHM hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingagjafar og þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Nýi vefurinn er svokallaður snjall-vefur og lagar sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, hvort sem um er að ræða snjallsíma, spjaldtölvur eða hefðbundinn tölvuskjá. Auk útlitsbreytinga á vefnum hefur allt efni verið endurskoðað og endurskrifað og leitast við að hafa aðalatriði í forgrunni. Hugað var sérstaklega að aðgengismálum við hönnun vefsins, fyrir þá sem t.d. eiga erfitt með lesa, með því að bjóða upp á vefþjónustu frá stillingar.is

Hér má skoða stutt kynningarmynd um Mínar síður.

Mínar síður eru í stöðugri þróun hjá BHM og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.

Dýraverndarinn gefin aftur út á rafrænu formi.

Eggert Gunnarsson og Ólöf G. Sigurðardóttir  Garnaveiki

Geldstaða hjá kúm eftir Katrínu Andrésdóttir  og kregða hjá sauðfé eftir Hákon Hansson í Freyju

Hvernig_líður_útiganginum grein eftir Katrínu Andrésdóttur

Samband evrópskra dýralækna (FVE) og lækna (CPME) taka saman höndum í baráttu við ónæmi lyfja

Ný norsk meðmæli um fúkkalyfs meðhöndlun hjá svínum, kúm og sauðfé/geitum frá Statens Legemiddelverk

Örmerkjagrunnur gæludýra

 Völustallur, gagnagrunnur einstaklingsmerkinga gæludýra  til skráningar og leit á einstaklingsmerkingum gæludýra. Lénið er www.dyraaudkenni.is

mánudagur 30 mars 03 2015
Nýjustu fréttir
Sonja Líndal Þórisdóttir útskrifaðist frá...
DÍ sendir inn tilnefningu um Ólaf Valsson sem coucillor fyrir Evrópu til WVA....
Skrifað var undir kjarasamning við ríkið í BHM samfloti um 10 leytið...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Á Dýraspítalanum í Garðabæ eru lausar 2 stöður dýralækna. Önnur er frá 1. mars 2015 en hin frá 1. maí 2015.

 Dýraspítalinn í Garðabæ sinnir eingöngu smádýrum. Hér starfa 8 dýralæknar, 3 dýrahjúkrunarfræðingar ásamt 9 öðrum starfsmönnum.

Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum. Fullum trúnaði heitið.

 Hönnu Arnórsdóttur dýralækni  hanna@dspg.is

Jakobínu Sigvaldadóttur dýralækni  bina@dspg.is

Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti leitar að dýralækni í 80-90% starf. Um er að ræða afleysingu til 31. desember 2015 með möguleika á framlengingu. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst en helst ekki síðar en 1. apríl.

Um er að ræða dagvinnu 4 daga í viku, engar vaktir og 1 laugardag í mánuði í 2-4 tíma. Við leitum sérstaklega að dýralækni sem hefur áhuga á skurðlækningum og gæti hugsað sér að gera eða læra að gera einfaldar bæklunarskurðaðgerðir, t.d. hnéskeljaaðgerðir, krossbandaaðgerðir og beinbrotsaðgerðir. Nýlega opnaði lítið útibú í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar fást hjá undirritaðri. Fullum trúnaði er heitið.

Sif Traustadóttir, sif@dyrin.is