Verkfall dýralækna – hvaða undanþágur?

Dýralæknar sjá til þess að matvæli séu örugg til neyslu  og koma í veg fyrir að sjúkdómar í dýrum smitist yfir í menn. Með eftirlitsstörfum sínum með aðbúnaði búfjár, framleiðslu sláturafurða, innflutningi dýraafurða og dýravelferð gegna dýralæknar lykilhlutverki við að tryggja heilsu dýra og manna. Að gefnu tilefni vill Dýralæknafélag Íslands taka fram að dýravelferð og heilsa dýra og manna er alltaf höfð að leiðarljósi þegar veittar eru undanþágur frá yfirstandandi verkfalli dýralækna sem starfa hjá ríkinu. Undanþágur eru einungis veittar á þessum forsendum. 

Tímabundinn skortur á tilteknum matvælum telst hins vegar hvorki ógna dýravelferð né heilsu dýra og manna. Því er slíkur skortur ekki gild ástæða til undanþágu. 

Dýraverndari ársins 2015:

Viðurkenning fyrir árangur við starf að dýravernd.

Sem dýraverndari ársins er valin Sigríður Björnsdóttir fyrir ötula vinnu í þágu velferðar hesta undanfarin ár. Hún hefur beitt sér fyrir almennri velferð hesta, m.a. með því að vinna gegn óhóflegri tannröspun og tannslípun hesta sem sýnt hefur verið fram á að sé óþörf og geti valdið þeim viðvarandi tannverk. Einnig hefur hún unnið að rannsóknum sem sýna fram á arfgengi sársaukafullrar liðakölkunar í afturfótum hesta (spatt), sem í kjölfarið hefur verið reynt að koma í veg fyrir við ræktun íslenska hestsins. Jafnframt hefur Sigríður sýnt fram á að notkun ákveðinna beislisméla valdi beinhimnubólgu með þrýstingi á kjálkabein hrossa og hafa þau mél nú verið bönnuð við keppni og sýningar á íslenskum hestum vegna dýravelferðarsjónarmiða.
Dýraverndarsambandið telur að vinna Sigríðar í þágu hesta hafi ótvírætt bætt velferð þeirra og framtíð og vill veita henni viðurkenningu fyrir hennar starf.

Verkfall dýralækna

Möguleg áhrif yfirvofandi verkfalls dýralækna í þjónustu ríkisins.
Boðað hefur verið til verkfalls dýralækna í opinberri þjónustu, annars vegar 9. apríl n.k. frá 12:00 – 16:00 og hins vegar ótímabundið frá og með 20. apríl n.k.
Flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfa hjá Matvælastofnun.  Ef til verkfalls kemur gæti starfsemi stofnunarinnar raskast talsvert. Helstu störf dýralækna hjá Matvælastofnun snúa að eftirliti með frumframleiðslu, eftirliti með dýravelferð og heilbrigðisskoðunum sláturafurða, gerð hleðslustaðfestinga og útgáfu heilbrigðisvottorða við útflutning dýraafurða  til ríkja utan EES/ESB, eftirliti með fyrirtækjum í matvælaframleiðslu (sláturhúsum, mjólkurstöðvum, kjötvinnslustöðvum og heimavinnslu bænda sem framleiða til sölu til þriðja aðila), sýnatökum úr eldislaxi vegna útflutnings hrogna og útgáfa vottorða þeim tengd. Dýralæknar við Matvælastofnun sjá einnig um útgáfu leyfa til flutnings notaðra véla og landbúnaðartækja milli varnarhólfa, og vottun vegna hreinsunar þeirra. Þá  gefa dýralæknar út leyfi til flutnings jórturdýra (í samráði við sérgreinadýralækni jórturdýra) milli varnarhólfa. Einnig eru staðfestir pappírar til útflutnings gæludýra.
Verkfall mun hafa áhrif á eftirtalin verkefni:
Allt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum.
Eftirlit með aðbúnaði dýra
Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast
Allt eftirlit í sláturhúsum
Innflutning á lifandi dýrum og dýraafurðum.
Útflutning á lifandi dýrum.
Útflutning á dýraafurðum til þriðju ríkja að mestu leyti.
Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi.
Ýmis önnur eftirlitsverkefni
Þjónustu við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl.
Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði yrði ekki sinnt.

Slátrun mun stöðvast, en það á við jafnt um slátrun spendýra og fiðurfénaðar. Gerð hleðslustaðfestinga þar sem vottunar dýralæknis er krafist mun falla niður. Eftirliti með ábendingum vegna meintra brota á velferð dýra verður ekki sinnt.
Útflutningur dýraafurða, til ríkja utan EES/ESB mun stöðvast. Almennt mun slátrun og markaðssetning afurða sláturgripa stöðvast. Útgáfa vottorða vegna útflutnings gæludýra mun stöðvast. Útgáfa þrifavottorða véla og tækja vegna flutnings yfir varnarlínur mun stöðvast. Útgáfa leyfa vegna flutnings jórturdýra milli varnarhólfa mun einnig stöðvast.
Af ofangreindu má vera ljóst að mikilvægir þættir í starfsemi Matvælastofnunar munu raskast verulega. Þetta getur síðan haft áhrif á dags daglegt líf fólks í landinu.
Dýralæknafélag Íslands vill með þessu bréfi vekja athygli á því hve mikilvæg störf dýralækna hjá hinu opinbera eru fyrir samfélagið allt og hve víðtæk áhrif verkfall þessa hóps getur haft.

 

 Dýralæknafélag Íslands 80 ára

Á aðalfundi DÍ þann 28.september var Halldór Runólfsson dýralæknir gerður að heiðursfélga DÍ.

Ályktun aðalfundar:

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands, haldinn 28. september 2014 í Snorrastofu í Reykholti, lýsir áhyggjum af stöðu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem er eina rannsóknarstofnunin í dýraheilbrigði á Íslandi. Mikilvægt er að hlutur dýralækna og dýrasjúkdóma í vísindastarfi Keldna verði styrktur og tengsl við starfandi dýralækna efld. Dýralæknafélagið hvetur stjórnvöld og stjórn Keldna til að sinna þessum mikilvæga málaflokki betur og þar með standa vörð um heilbrigði dýra og manna.

Nýtt lógó ásamt nýjum stefnumiðum samþykkt:

Kynningabæklingur um dýralækna

BHM hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingagjafar og þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Nýi vefurinn er svokallaður snjall-vefur og lagar sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, hvort sem um er að ræða snjallsíma, spjaldtölvur eða hefðbundinn tölvuskjá. Auk útlitsbreytinga á vefnum hefur allt efni verið endurskoðað og endurskrifað og leitast við að hafa aðalatriði í forgrunni. Hugað var sérstaklega að aðgengismálum við hönnun vefsins, fyrir þá sem t.d. eiga erfitt með lesa, með því að bjóða upp á vefþjónustu frá stillingar.is

Hér má skoða stutt kynningarmynd um Mínar síður.

Mínar síður eru í stöðugri þróun hjá BHM og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.

Dýraverndarinn gefin aftur út á rafrænu formi.

Eggert Gunnarsson og Ólöf G. Sigurðardóttir  Garnaveiki

Geldstaða hjá kúm eftir Katrínu Andrésdóttir  og kregða hjá sauðfé eftir Hákon Hansson í Freyju

Hvernig_líður_útiganginum grein eftir Katrínu Andrésdóttur

Samband evrópskra dýralækna (FVE) og lækna (CPME) taka saman höndum í baráttu við ónæmi lyfja

Ný norsk meðmæli um fúkkalyfs meðhöndlun hjá svínum, kúm og sauðfé/geitum frá Statens Legemiddelverk

Örmerkjagrunnur gæludýra

 Völustallur, gagnagrunnur einstaklingsmerkinga gæludýra  til skráningar og leit á einstaklingsmerkingum gæludýra. Lénið er www.dyraaudkenni.is

laugardagur 25 apríl 04 2015
Nýjustu fréttir
Jón Kolbeinn Jónsson sept 2014 frá Kaupmannahöfn og Inam Rakel Yasin...
DÍ sendir inn tilnefningu um Ólaf Valsson sem coucillor fyrir Evrópu til WVA....
Skrifað var undir kjarasamning við ríkið í BHM samfloti um 10 leytið...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Á Dýraspítalanum í Garðabæ eru lausar 2 stöður dýralækna. Önnur er frá 1. mars 2015 en hin frá 1. maí 2015.

 Dýraspítalinn í Garðabæ sinnir eingöngu smádýrum. Hér starfa 8 dýralæknar, 3 dýrahjúkrunarfræðingar ásamt 9 öðrum starfsmönnum.

Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum. Fullum trúnaði heitið.

 Hönnu Arnórsdóttur dýralækni  hanna@dspg.is

Jakobínu Sigvaldadóttur dýralækni  bina@dspg.is

Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti leitar að dýralækni í 80-90% starf. Um er að ræða afleysingu til 31. desember 2015 með möguleika á framlengingu. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst en helst ekki síðar en 1. apríl.

Um er að ræða dagvinnu 4 daga í viku, engar vaktir og 1 laugardag í mánuði í 2-4 tíma. Við leitum sérstaklega að dýralækni sem hefur áhuga á skurðlækningum og gæti hugsað sér að gera eða læra að gera einfaldar bæklunarskurðaðgerðir, t.d. hnéskeljaaðgerðir, krossbandaaðgerðir og beinbrotsaðgerðir. Nýlega opnaði lítið útibú í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar fást hjá undirritaðri. Fullum trúnaði er heitið.

Sif Traustadóttir, sif@dyrin.is