Helgarnámskeið helgina 7.-8.maí 2016.

Fjallað verður um meltingarfæra- og þvagfærasjúkdóma og lögð áhersla á praktískar aðferðir og upplýsingar.


Fyrirlesarar eru tveir:

Professor Dr. Reto Neiger, Dýralæknaháskólanum í Giessen, Klinik für Kleintiere, Innere Medizin Dr. Christiane Stengel, Tierklinik Hofheim Bæði eru þau miklir reynsluboltar og starfa á stórum dýraspítölum ásamt því að sinna kennslu, m.a. hjá ESAVS:

 http://www.esavs.net/en/artikel.php?a=294

 http://www.esavs.net/en/artikel.php?a=493

 

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands 2015

fagnar umræðu um lyfjanotkun í landbúnaði og fiskeldi á Íslandi. Opinberar tölur sýna að
tvö lönd, Ísland og Noregur, skera sig úr með mjög litla notkun sýklalyfja og lítið
sýklalyfjaónæmi í landbúnaði.
Dýralæknafélag Íslands sett sér metnaðarfulla lyfjastefnu árið 2001 og er
ánægjulegt að sjá hversu vel og faglega íslenskir dýralæknar hafa unnið og stuðlað
að hófsamri lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði.
Vaxandi sýklalyfjaónæmier ógn við lýðheilsu. Þessi 14 ára barátta Dýralæknafélagsins hefur skilað miklum árangri og því
er mikilvægt að áfram verði unnið í anda lyfjastefnu félagsins

Greinar um sýklalyf frá hinum norðurlöndunum

Dýraverndari ársins 2015:

Viðurkenning fyrir árangur við starf að dýravernd.

Sem dýraverndari ársins er valin Sigríður Björnsdóttir fyrir ötula vinnu í þágu velferðar hesta undanfarin ár. Hún hefur beitt sér fyrir almennri velferð hesta, m.a. með því að vinna gegn óhóflegri tannröspun og tannslípun hesta sem sýnt hefur verið fram á að sé óþörf og geti valdið þeim viðvarandi tannverk. Einnig hefur hún unnið að rannsóknum sem sýna fram á arfgengi sársaukafullrar liðakölkunar í afturfótum hesta (spatt), sem í kjölfarið hefur verið reynt að koma í veg fyrir við ræktun íslenska hestsins. Jafnframt hefur Sigríður sýnt fram á að notkun ákveðinna beislisméla valdi beinhimnubólgu með þrýstingi á kjálkabein hrossa og hafa þau mél nú verið bönnuð við keppni og sýningar á íslenskum hestum vegna dýravelferðarsjónarmiða.
Dýraverndarsambandið telur að vinna Sigríðar í þágu hesta hafi ótvírætt bætt velferð þeirra og framtíð og vill veita henni viðurkenningu fyrir hennar starf.

 Dýralæknafélag Íslands 80 ára

Á aðalfundi DÍ þann 28.september var Halldór Runólfsson dýralæknir gerður að heiðursfélga DÍ.

Ályktun aðalfundar:

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands, haldinn 28. september 2014 í Snorrastofu í Reykholti, lýsir áhyggjum af stöðu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem er eina rannsóknarstofnunin í dýraheilbrigði á Íslandi. Mikilvægt er að hlutur dýralækna og dýrasjúkdóma í vísindastarfi Keldna verði styrktur og tengsl við starfandi dýralækna efld. Dýralæknafélagið hvetur stjórnvöld og stjórn Keldna til að sinna þessum mikilvæga málaflokki betur og þar með standa vörð um heilbrigði dýra og manna.

Nýtt lógó ásamt nýjum stefnumiðum samþykkt:

Kynningabæklingur um dýralækna

BHM hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingagjafar og þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Nýi vefurinn er svokallaður snjall-vefur og lagar sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, hvort sem um er að ræða snjallsíma, spjaldtölvur eða hefðbundinn tölvuskjá. Auk útlitsbreytinga á vefnum hefur allt efni verið endurskoðað og endurskrifað og leitast við að hafa aðalatriði í forgrunni. Hugað var sérstaklega að aðgengismálum við hönnun vefsins, fyrir þá sem t.d. eiga erfitt með lesa, með því að bjóða upp á vefþjónustu frá stillingar.is

Hér má skoða stutt kynningarmynd um Mínar síður.

Mínar síður eru í stöðugri þróun hjá BHM og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.

Dýraverndarinn gefin aftur út á rafrænu formi.

Eggert Gunnarsson og Ólöf G. Sigurðardóttir  Garnaveiki

Geldstaða hjá kúm eftir Katrínu Andrésdóttir  og kregða hjá sauðfé eftir Hákon Hansson í Freyju

Hvernig_líður_útiganginum grein eftir Katrínu Andrésdóttur

Samband evrópskra dýralækna (FVE) og lækna (CPME) taka saman höndum í baráttu við ónæmi lyfja

Ný norsk meðmæli um fúkkalyfs meðhöndlun hjá svínum, kúm og sauðfé/geitum frá Statens Legemiddelverk

Örmerkjagrunnur gæludýra

 Völustallur, gagnagrunnur einstaklingsmerkinga gæludýra  til skráningar og leit á einstaklingsmerkingum gæludýra. Lénið er www.dyraaudkenni.is

fimmtudagur 28 júlí 07 2016
Nýjustu fréttir
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...
DÍ sendir inn tilnefningu um Ólaf Valsson sem coucillor fyrir Evrópu til WVA....
Skrifað var undir kjarasamning við ríkið í BHM samfloti um 10 leytið...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns óskar eftir dýralækni til starfa við smádýrapraksis frá 1.september 2016.

Upplýsingar gefur Gauja í síma 5523622 eða á netfang gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir dýralæknum í afleysingar í sumar.

Um er að ræða tímabilið 15.maí - 15. september, allt tímabilið eða hluta af því.

Um getur verið að ræða bæði fullt starf eða hlutastarf.

Unnið er dagvaktir og kvöldvaktir (16-22). Ekki er unnið á næturvöktum.

Nánari upplýsingar fást hjá : Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Styrmir Árnason framkvæmdastjóri bjorn@dspg.is

80-100% starf dýralæknis við Dýralæknamiðstöðina Grafarholti. Eingöngu gæludýr. Engar næturvaktir. Upplýsingar steinunn@dyrin.is eða ellen@dyrin.is