Dýralæknafélag Íslands var stofnað 7. september 1934 Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa leyfi landbúnaðarráðherra samkvæmt ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð að fenginni umsögn yfirdýralæknis. Landbúnaðarráðherra gefur út leyfisbréf handa dýralækni til að stunda dýralækningar og dýralæknir undirritar eiðstaf þar að lútandi. Yfirdýralæknir heldur skrá yfir dýralækna sem hafa leyfi til að stunda dýralækningar. Félagar í DÍ geta þeir orðið sem lokið hafa háskólaprófi í dýralækningum. Þeir félagar sem eru í fæðingarorlofi geta borgað félgsgjaldið í gegn um Fæðingarorlofssjóð með því að biðja um það á umsókninni . Félagsgjaldið er nú 1% af heildarlaunum og 1200 kr á mánuði fyrir aukaaðild. |