DÝRALÆKNATAL, BÚFJÁRSJÚKDÓMAR OG SAGA

© 2004. Dýralæknafélag Íslands.

Dýralæknatal bókin öll

EFNISYFIRLIT

I. Ágrip af sögu Dýralæknafélags Íslands .


II. Dýralæknatal


III. Um helstu dýrasjúkdóma og starfsvið dýralækna
Berklaveiki í húsdýrum á Íslandi. Páll A. Pálsson
Notkun bóluefna til varnar sjúkdómum í dýrum. Eggert Gunnarsson
Dýravernd. Ólafur Jónsson
Saga embættis yfirdýralæknis. Halldór Runólfsson
Fisksjúkdómar og eftirlit dýralækna. Gísli Jónsson
Fjárkláði á Íslandi. Brynjólfur Sandholt
Heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum Sigurður Örn Hansson

Hringskyrfi. Páll A. Pálsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 290
Ágrip af sögu hestadýralækninga. Helgi Sigurðsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 296
Smitsjúkdómar í hundum og köttum. Helga Finnsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . 305
Baráttan við júgurbólgu í kúm. Auður Lilja Arnþórsdóttir . . . . . . . . . . . . . . 316
Karakúlpestirnar. Brynjólfur Sandholt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 321
Nautgripasæðingar á Íslandi. Þorsteinn Ólafsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 330
Kvennasmiðjan. Helga Finnsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 339
Loðdýrasjúkdómar og innflutningur húsdýra. Eggert Gunnarsson . . . . . . . . 341
Miltisbruni (Miltisbrandur) á Íslandi. Páll A. Pálsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . 350
Sæðingar á refum, svínum, geitum og alifuglum. Þorsteinn Ólafsson . . . . . . 354
Baráttan við riðuveiki á Íslandi. Sigurður Sigurðarson . . . . . . . . . . . . . . . . . 356
Salmonella og kampylóbakter í kjúklingaeldi. Jarle Reiersen . . . . . . . . . . . . 376
Sauðfjársæðingar á Íslandi. Þorsteinn Ólafsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 382
Spatt í íslenskum hrossum. Sigríður Björnsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 391
Sullaveiki á Íslandi. Páll A. Pálsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 398
Sumarexem í íslenskum hestum. Sigríður Björnsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 405
Svínasjúkdómar. Konráð Konráðsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 410
Sæðingar á hryssum á Íslandi. Páll Stefánsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 421

FORMÁLI
Um þessar mundir mun vera liðinn um þriðjungur aldar síðan fyrst var hreyft hugmynd um að gefa út Dýralæknatal. Á tuttugu og fimm ára afmæli Dýralæknafélags Íslands árið 1959 var Búnaðarritið Freyr helgað þessum tímamótum. Þar voru taldir upp allir íslenskir dýralæknar sem lokið höfðu embættisprófi fram til þess tíma. Einnig birtust í ritinu greinar um stofnun Dýralæknafélags Íslands og almennar dýralækningar. Sama skeði þegar félagið hélt upp á 30 og 35 ára afmælin að í ritinu birtust upplýsingar um þá dýralækna sem höfðu lokið námi á þeim tíma.
Á aðalfundi félagsins að Hótel Bifröst í ágúst 1976 var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Guðbrandi Hlíðar: „Aðalfundur DÍ haldinn að Bifröst 13. og 14. ágúst samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til þess að undirbúa handrit að 50 ára afmælisriti DÍ ásamt dýralæknatali frá upphafi til 1984. Handriti skal ljúka fyrir aðalfund DÍ 1983 ásamt upplýsingum um prentunarkostnað ritsins.“ Tillagan var samþykkt og í nefndina kosin þau Þórhalla Davíðsdóttir, Guðbrandur Hlíðar og Páll A. Pálsson. Sigurður Sigurðarson tók sæti Guðbrandar í nefndinni
þegar hann hvarf af landi brott árið 1982.
Nefndin lét gera spurningaeyðublað sem sent var til allra félagsmanna og ættingja látinna dýralækna. Undirtektir voru mismunandi eins og sýnt hefur sig um sambærileg verkefni og m.a.
vegna anna nefndarmanna lognaðist verkefnið út af. Allmörg svör höfðu borist og komu þau svo sannarlega að góðum notum þegar verkið var tekið upp að nýju. Á aðalfundi DÍ 2001 var ákveðið að fara þess á leit við Brynjólf Sandholt að taka upp þráðinn og stefnt skyldi að því að koma dýralæknatalinu út í sambandi við sjötíu ára afmæli félagsins sumarið 2004.
Sama spurningaeyðublaðið var sent út á ný nema til þeirra sem höfðu svarað í fyrri tilraun, en þeir fengu sent eyðublaðið með þeim upplýsingum sem þeir höfðu sent inn í upphafi og beðnir að bæta inn upplýsingum yfir það tímabil sem liðið var. Ákveðið var að aðeins þær upplýsingar sem kæmu fram í svörunum yrðu birtar.
Við yfirlestur kom fram að í sumum svörum vantaði upplýsingar og var haft samband við þá aðila til að sem mest samræmi yrði í endanlegri útgáfu. Síðan var öllum aðilum send próförk til yfirlestrar til tryggingar að rétt væri farið með upplýsingarnar og einnig var mönnum gefinn kostur á að koma með athugasemdir og viðbótarupplýsingar ef slíks var óskað.
Viðtökur dýralækna um veitingu upplýsinga hafa verið mjög góðar og allir verið hjálplegir að upplýsa um dýralækna sem nefndin vissi ekki um. Einn dýralæknir taldi ástæðu til að um hann
yrðu ekki birtar upplýsingar í ritinu. Ritnefndin ákvað að birta aðeins upplýsingar um hann sem liggja fyrir í opinberum gögnum og er æviskrá hans merkt með stjörnu (*), svo að lesendur sjái að þær séu ekki frá honum komnar.
Í ritinu er ágrip að sögu Dýralæknafélags Íslands og nokkrar fleiri upplýsingar sem snerta félagsstarfsemina, menntun og störf dýralækna í landinu. Þetta er langt í frá að vera tæmandi saga og ekki til þess ætlast. Á hinn bóginn er vonandi að síðar muni sögu dýralækninga hér á landi og félagsins gerð betri skil en hér er gert.
Allnokkuð hefur verið skrifað um sjúkdóma í búfé hér á landi og hefur Páll A. Pálson fv. yfirdýralæknir lagst þungt á árarnar í þeim efnum. Ekki má heldur gleyma Dýralækningabók Magnúsar Einarsonar, útg. 1931, sem var ómissandi hverjum þeim sem vildi afla sér upplýsinga um dýrasjúkdóma og lækningar þeirra og var mörgum bændum mikil hjálp áður en dýralæknum fjölgaði. Einnig auðveldaði hún mörgum dýralækninum að þýða útlend nöfn sjúkdóma og athafna er þeir tóku til starfa eftir að þeir komu heim frá námi.
Þegar nokkuð var liðið frá því söfnun upplýsinga hófst og trú aðstandenda á að bókin kæmi út, kom upp sú hugmynd að fá nokkra dýralækna til að skrifa greinar um sögu og gang dýrasjúkdóma hér á landi á síðari tímum. Umleituninni var vel tekið og því er hluti bókarinnar helgaður þessu efni. Birtar eru 25 greinar sem vonast er til að geti verið bæði í senn fræðandi og áhugasöm lesning þeim sem áhuga hafa á sögu dýrasjúkdóma, útrýmingu þeirra og dýralækningum hér á landi sl. tvær aldir.
Eftir því sem umsvif við gerð ritsins jukust þótti rétt að fleiri legðu hönd á plóginn og á haustfundi DÍ 2003 var kosin ritnefnd sem í eiga sæti Brynjólfur Sandholt, Gísli Jónsson og Helgi Sigurðsson. Bergrún Bjarnadóttir sá um að skrá upplýsingar um dýralækna inn á tölvutækt form og kunnum við henni bestu þakkir fyrir gott starf. Sérstakar þakkir eru færðar Halldóri B. Kristjánssyni í Leturval sem hefur borið veg og vanda af öllum tæknilegum þáttum
og leiðbeint ritnefndinni um þrönga og ókunna stíga útgáfuferilsins. Margir fleiri hafa lagt hönd á plóginn og eru þeim einnig færðar góðar þakkir. Að lokum óskum við sem að útgáfunni höfum unnið að ritið verði öllum sem það vilja skoða til gagns og ánægju.


Brynjólfur Sandholt
Gísli Jónsson
Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson, Brynjólfur Sandholt og Gísli Jónsson.

mánudagur 18 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is