Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, f. 25. mars 1951 í Reykjavík.
Faðir: Hjörleifur Baldvinsson, f. 7. mars
1918, prentari í Reykjavík, d. 22. júní 1963.
For.: Baldvin Sigurðsson, f. 1. júlí 1875,
bóndi á Seltjarnarnesi, d. 20. júlí 1921, og
k.h. Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl
1874, húsmóðir, d. 16. maí 1950.
Móðir: Sigríður Valgeirsdóttir, f. 15. nóv.
1919, prófessor við Kennaraháskóla Íslands
í Reykjavík. For.: Valgeir Jónsson, f. 10.
ágúst 1890, húsasmíðameistari í Reykjavík, d. 10. júlí 1950, og
k.h. Dagmar Jónsdóttir, f. 12. ágúst 1895, húsmóðir í Reykjavík, d.
7. maí 1986.
Námsferill: Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð 1971. Lauk B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1978.
Lauk háskólaprófi í dýralækningum frá Sveriges Lantbruksuni-
versitet í Uppsölum, Svíþjóð 1986. Almennt dýralækningaleyfi í
Svíþjóð í des. 1986 og á Íslandi í júlí 1987. Réttindi heilbrigðisfull-
trúa 1988.
Starfsferill: Dýralæknastörf og tímabundin störf við kennslu
ásamt afleysingum héraðsdýralækna á mismunandi stöðum í Sví-
þjóð 1985–1987. Sjálfstætt starfandi dýralæknir á Akranesi og
nærsveitum 1987–1997. Heilbrigðisfulltrúi við Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur 1993–1995. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Akraness 1995–1997. Starfaði í afleysingum sem héraðsdýra-
læknir í Tierp, Svíþjóð og var sjálfstætt starfandi á dýralæknastofu
í Stokkhólmi 1998. Ráðgjafi yfirmanns umhverfismála í Mósam-
bik, Afríku á vegum SIDA og Afríkugrupperna í Svíþjóð 1999–
2001. Sjálfstætt starfandi dýralæknir í Malaví, Afríku 2001–2003.
Heilbrigðisfulltrúi hjá umhverfisdeild Umhverfis- og heilbrigðis-
stofu í Reykjavík frá sept. 2003.
Félags- og trúnaðarstörf: Sat í nefnd um stofnun dýralækna-
skóla á Íslandi 1988–1991. Formaður Hundaeigendafélags Akra-
ness 1991–1992. Sat í nefnd um stofnun dýraverndarfélags á
Akranesi og formaður þess 1992–1996. Vann fyrir landlækni að
reglum varðandi hreinleika matvæla 1995. Sat í nefnd um endur-
skoðun reglugerðar um tilraunadýr 1995–1997.
Ritstörf: „Occurance of oral candida albicans and other yeast
like fungi in geriatic units in Iceland,“ grein í tannlæknablaðinu
Gerodontics 1986, Holbrook, Hjörleifsdóttir. „Hreinleiki matvæla,“
skýrsla gerð fyrir landlækni, birt í Heilbrigðisskýrslu 1995. Reglu-
gerð um tilraunadýr, 1997. Skýrslur um umhverfismál í Nampula,
Mósambík, 1999–2001. „Er til lím í Afríku?,“ bók, þýdd úr sænsku,
gefin út af Námsgagnastofnun í mars 2003.
Maki: Halldór Jónsson, f. 30. apríl 1951, læknir.
For.: Jón Árnason, f. 23. des. 1928, skólastjóri í Reykjavík, d. 8.
mars 2000, og k.h. Þórhildur Halldórsdóttir, f. 5. des. 1928, kenn-
ari í Reykjavík.
Börn þeirra: a) Hjörleifur, f. 21. mars 1972, verkfræðingur. b)
Þórhildur, f. 17. sept. 1979, læknanemi. c) Sigurþór, f. 22. des. 1988.

mánudagur 21 janúar 01 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is