Einar Jörundsson, f. 10. febr. 1963 á Litla-landi í Mosfellssveit, Kjós.
Faðir: Jörundur Sveinsson, f. 2. sept. 1919,
loftskeytamaður á Litlalandi, d. 29. sept.
1968. For.: Sveinn Jónsson, f. 5. apríl 1880,
bóndi í Þykkvabæjarklaustri, V-Skaft., d. 23.
des. 1959, og k.h. Hildur Jónsdóttir, f. 10.
ágúst 1890, ljósmóðir, d. 13. júlí 1981.
Móðir: Margrét Einarsdóttir, f. 10. ágúst
1922, talsímakona á Litlalandi. For.: Einar
Björnsson, f. 9. sept. 1887, bóndi í Laxnesi í
Mosfellssveit, d. 8. ágúst 1988, og k.h. Helga Magnúsdóttir, f. 19.
ágúst 1891, ljósmóðir, d. 28. des. 1962.
Námsferill: Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund
1983. Lauk háskólaprófi í dýralækningum frá Norges veterinær-
høgskole (NVH) í Ósló 1993. Almennt dýralækningaleyfi í Noregi
18. júní 1993 og á Íslandi 22. ágúst 2001. Sérnám í klínískri
meinafræði við University of Guelph, Kanada 1996–1997. Doktors-
nám í líffærameinafræði 1994–2000 og dr.med.vet. frá NVH 2000.
Starfsferill: Afleysingar í jóla-, páska- og sumarfríum á síðasta
námsári. Almennur praksís í Þrændalögum, Hordaland og Møre-
og Romsdal, Noregi. Almennar dýralækningar í Haram, V-Noregi
að loknu embættisnámi 1993 fram í des. s.á. Gæludýralækningar
við Maridalsveien Smådyrklinikk í Ósló. Sjálfstæður rekstur frá
des. 1993 fram í lok ágúst 1994. Almenn vinna í líffærameinafræði
sem þjálfunarhluti í doktorsnámi 1994–1998. Aukastarf (25%
staða) í frumumeinafræði við Sentrallaboratoriet í Ósló 1997–
1998. Lektor við NVH 1999–2000 með ábyrgð á vefjameinafræði-
þjónustu og kennslu í vefjameinafræði. Hlutastarf sem verkefnis-
stjóri fyrir VESO VetLab (vefjameinafræðiþjónusta) 1999– 2000.
Sérfræðingur í líffærameinafræði við Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði að Keldum frá og með 1. ágúst 2000. Í hlutastarfi
sem sérfræðingur yfirdýralæknis í loðdýrum (dýralæknir
loðdýrasjúkdóma) frá 2001 til okt. 2003.
Félags- og trúnaðarstörf: Stjórnarseta í Noregsdeild Internat-
ional Academy of Pathology 2000–2001. Varamaður í stjórn Til-
raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem fulltrúi
landbúnaðarráðuneytis úr hópi starfsmanna 2001. Hefur setið í
stjórn NKVet sem fulltrúi Dýralæknafélags Íslands (DÍ) frá 2001.
Hefur setið í stjórn Vísindasjóðs DÍ frá 2001 og í stjórn Dýralæk-
nafélags Íslands frá 2004.
Ritstörf: „Experimentally induced contact hypersensitivity in
lambs,“ doktorsritgerð frá NVH 2000.
Maki I (skildu): Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, f. 25. júlí 1968,
héraðsdýralæknir.
For.: Sigurjón Andrésson, f. 9. des. 1941, sjálfstæður atvinnu-
rekandi og Ágústa Sigurgeirsdóttir, f. 25. nóv. 1947, sjálfstæður
atvinnurekandi.
Maki II (23. febr. 2001): Guðríður Haraldsdóttir, f. 6. okt. 1964,
cand. psychol. 1997, sálfræðingur.
For.: Haraldur Gunnlaugsson, f. 29. jan. 1924, búfræðingur,
skattendurskoðandi á Egilsstöðum, d. 15. ágúst 1986, og k.h.
Gunnþóra Björnsdóttir, f. 30. maí 1923, húsmóðir á Egilsstöðum.
Börn þeirra: a) Auður, f. 28. okt. 2002. b) Þóra, f. 28. okt. 2002.
Fóstursonur Einars og sonur Guðríðar: Andri Eydal, f. 26. mars 1990.

miđvikudagur 17 október 10 2018
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is