Grétar Hrafn Harðarson, f. 22. des. 1953 í Reykjavík.
Faðir: Hörður Guðmundsson, f. 15. sept.
1922, gjaldkeri í Reykjavík, d. 19. sept.
2003. For.: Guðmundur Pétursson, f. 24. maí
1873, nuddlæknir í Reykjavík, d. 18. febr.
1944, og Halldóra Sigurjónsdóttir, f. 19.
ágúst 1894, saumakona, d. 20. nóv. 1973.
Móðir: Kristrún Guðnadóttir, f. 8. nóv.
1920, húsmóðir. For.: Guðni Magnússon, f.
12. nóv. 1889, bóndi á Hólmum, A-Land-
eyjahr., Rang., d. 28. sept. 1978, og k.h. Rósa Andrésdóttir, f. 19.
mars 1890, húsmóðir, d. 17. jan. 1983.
Námsferill: Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík
1973. Lauk háskólaprófi í dýralækningum frá Royal (Dick) School
of Veterinary Studies í Edinborg 1978. Hefur auk þess sótt ýmis
styttri námskeið og ráðstefnur. Sótti námskeið um alifuglasjúk-
dóma hjá Institute for Animal Health, Houghton Laboratory, Eng-
landi frá 25. jan. til 4. feb. 1988.
Starfsferill: Starfaði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins við
landnýtingarverkefni sumarið 1975. Dýralæknir hjá Jóni Guð-
brandssyni héraðsdýralækni á Selfossi og settur héraðsdýralæknir
þar í sumarleyfi héraðsdýralæknis 1976 og 1977. Starfaði við
rannsóknir á lífefnafræðideild Mordun Research Institute,
Edinborg, Skotlandi haustið 1977. Dýralæknir við Tilraunastöðina
á Keldum frá júlí til des. 1978. Stundakennari í verklegri lífefna-
fræði við læknadeild Háskóla Íslands á sama tíma. Ráðinn dýra-
læknir hjá G.N. Gould and Partners í Hamshire, S-Englandi haust-
ið 1980. Starfaði sem gæðastjóri og dýralæknir við Holtabúið á
Ásmundarstöðum, Ásahr., Rang. 1982–1985. Settur héraðsdýra-
læknir í Helluumdæmi vegna sumarleyfis héraðsdýralæknis í
ágúst 1985. Skipaður héraðsdýralæknir í Helluumdæmi 1. jan.
1986 og gegndi því starfi þar til embættið var lagt niður 30. nóv.
1999. Tilraunastjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins með
starfsaðstöðu á Selfossi og Stóra-Ármóti, Hraungerðishr., Árn. frá
jan. 2000. Aðili að rekstri Dýralæknamiðstöðvarinnar ehf. á Hellu
frá des. 1999, í þjónustu- og ráðgjafastörfum, einkum á sviði naut-
griparæktar.
Félags- og trúnaðarstörf: Gjaldkeri Dýralæknafélags Íslands
(DÍ) 1983–1987. Fulltrúi DÍ í Heimssambandi kúadýralækna,
World Association for Buiatrics. Ýmis önnur trúnaðarstörf á veg-
um DÍ, s.s. störf að kjaramálum og endurmenntunarmálum dýra-
lækna. Fulltrúi Búnaðarsambands Suðurlands í tilraunanefnd
Stóra-Ármóts 1989–1999. Formaður nefndar landbúnaðarráðu-
neytisins til þess að endurskoða reglur um alifuglabú, útungunar-
stöðvar, slátrun, verkun og geymslu afurða alifugla 1987–1990.
Varamaður skv. tilnefningu yfirdýralæknis í nefnd landbúnaðar-
ráðuneytisins til að meta hæfni umsækjenda í stöðu héraðsdýra-
læknis frá 1992. Fulltrúi yfirdýralæknis í nefnd landbúnaðarráðu-
neytisins til að vera yfirdýralækni til ráðuneytis um innflutning á
fósturvísum úr norska NRF-kúastofninum 1998. Fulltrúi yfirdýra-
læknis í faghópi landbúnaðarráðherra vegna samanburðarrann-
sókna á NRF-kúm 2000–2001. Fulltrúi í faghópi landbúnaðar-
ráðuneytis vegna sjö ára rannsóknar á íslenska kúastofninum frá
maí 2001. Meðlimur í eftirtöldum félögum: DÍ, British Cattle Vet-
erinary Association, Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Rótarý-
klúbbi Rangæinga.
Maki (7. febr. 1981): Sigurlína Magnúsdóttir, kennari, f. 2. sept. 1954.
For.: Magnús Guðmundsson, f. 28. jan. 1925, verslunarmaður í
Reykjavík, d. 15. ágúst 1990, og k.h. Margrét Erlendsdóttir, f. 16.
mars 1927, húsmóðir í Reykjavík.
Börn þeirra: a) Styrmir, f. 7. apríl 1982. b) Björk, f. 7. maí 1985.

mánudagur 18 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is