Slavko Helgi Bambir, f. 1. sept. 1939 í Citluk, Bosníu og Hersegovínu.
Faðir: Marijan Bambir, f. 12. mars 1911,
forstjóri járnbrautafyrirtækis í Osijek í
Króatíu. For.: Jure Bambir, bóndi í Bosníu og
Hersegovínu, og k.h. Luca Bambir, húsmóðir í Bosníu og Hersegovínu.
Móðir: Marija Sulic Bambir, f. 4. maí
1917, húsmóðir í Osijek, Króatíu, d. febr.
2001. For.: Jakov Sulic múrari í Bosníu og Hersegovínu,
og k.h. k.h. Ru a Sulic húsmóðir í Bosníu og Hersegovínu.
Námsferill: Tók stúdentspróf frá menntaskóla í Osijek, Króatíu
1959. Lauk háskólaprófi í dýralækningum frá Veterinarski
Fakultet, Sveucilista U Zagrebu, í Zagreb 1967. Lauk masters-
gráðu í almennri meinafræði frá sama háskóla 1974 og
doktorsgráðu 1976. Varð dósent við háskólann 1980 og hlaut
prófessorgráðu innan sama fagsviðs við Dýralæknaháskólann í Zagreb
1986. Hlaut almennt dýralækningaleyfi á Íslandi 1988.
Starfsferill: Gegndi herskyldu sem dýralæknir í Zadar, Júgó-
slavíu 1968. Starfaði sem aðstoðardýralæknir, síðar dósent og loks
sem prófessor við kennslu nemenda og leiðbeiningu við masters-
og doktorsverkefni við dýralæknaháskólann í Zagreb, Króatíu
1969–1988. Á sama tímabili fólst starfið einnig í
sjúkdómagreiningu og ráðgjafaþjónustu við bændur og dýralækna, með
höfuðáherslu á meinafræði svína, kjúklinga, sauðfjár og gæludýra. Í lok
tímabilsins einnig á sviði fisksjúkdóma. Hóf störf sem
meinafræðingur við almenna sjúkdómagreiningu hjá embætti yfirdýralæknis
á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í jan. 1988
og staðfesti sama ár í fyrsta sinn greiningu á hænsnalömun (Marek)
hér á landi. Á tímabilinu 1991–1993 var starfinu skipt til
helminga á milli embættis yfirdýralæknis og Tilraunastöðvarinnar á
Keldum. Greindi í fyrsta sinn smáveirusótt (Parvo) í hundum hér
á landi haustið 1992. Frá 1993 færðist starfið að mestu leyti yfir á
Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Keldum auk þátttöku í almennri
sjúkdómagreiningu innan Rannsóknadeildar dýrasjúkdóma hjá
embætti yfirdýralæknis.
Félags og trúnaðarstörf: Sat í stjórn Félags meinafræðinga í
Króatíu 1975–1980. Gegndi starfi formanns verkalýðsfélags í
Zagreb 1980–1982 og formanns launamálaráðs Króatíu sömu ár.
Landsliðsmaður í júgóslavneska handknattleiksliðinu árin
1961–1967. Atvinnumaður í handknattleik í Austurríki 1972–
1977 auk þess að sinna háskólakennslu í Zagreb. Handknattleiks-
þjálfari í Króatíu og Slóveníu 1978–1987. Landsliðsþjálfari
kvennalandsliðs Íslands í handknattleik 1988–1991.
Handknattleiksþjálfari íslenskra félagsliða 1991–2001. Meðlimur króatísku
Ólympíunefndarinnar frá 1991.
Ritstörf: „Histopathological changes in sheep liver infected with
Dicrocoelium lanceatum and histopathological changes in
dicrocoelious liver after therapy with different anthelmintics,“
doktorsritgerð 1976. Af öðrum greinum ber helst að geta:
„Lungenparagonimose bei dem schwarzen panter,“ grein í XVIII
Internationalen Symposium uber die erkrankungen der zootiere,
Innspruk 1976. „Leptospirosis in domestic cat,“ grein í Vet. Archiv,
Zagreb 1981. „Metacercariae (Digenea) in Atlantic cod, haddock,
whiting and saithe around Iceland,“ grein í Bulletin of the
Scandinavian Society for Parasitology, Vol. 9, 1999. „Abra prismatica
(Mollusca), a new host record for Prosorhynchoides gracilescens
(Digenea),“ grein í Acta Parasitologica, 45 (3), 2000. „Ytri
sníkjudýr á þorskseiðum á fyrsta og öðru aldursári við Ísland,“ grein í
Læknablaðinu, 86. árg. 2000. „Atypical Aeromonas salmonicida
infection in naturally and experimentally infected cod,
Gadus morhua L.,“ grein í Journal of Fish Diseases, 2002, 25. „The ontogeny
of complement component C3 in Atlantic cod (Gadus morhua L.)
an immunohistochemical study,“ grein í Fish & Shellfish
Immunology, 2003. „Parasites of farmed juvenile Atlantic cod
caught in the wild in Icelandic waters,“ grein í Bulletin of the
Scandinavian Society for Parasitology, 2003.
„An immunohistochemical study on complement component C3 in juvenile
Atlantic halibut (Hippoglossus hippoglossus L.),“ grein í
Developmental & Comparative Immunology, 2004.
Maki (26. mars 1966): Neda Cade  Bambir, f. 30. mars 1943 í
Ravna Gora, Króatíu, efnaverkfræðingur hjá Astra.
For.: Zorko Cadez, f. 20. ágúst 1913, athafnamaður í Króatíu,
d. 4. okt. 1994, og k.h. Stefanija Car Cadez, f. 14. des. 1914,
húsmóðir í Króatíu, d. 1990.
Börn þeirra: a) Denisa Bambir, f. 16. maí 1967 í Zagreb,
dýralæknir. Maki (skildu): Ivan Schveiger, læknir í Zagreb. b) Lana
Bambir, f. 1. febr. 1976 í Zagreb, lögfræðingur. Maki: Victor
Stupalo, verkfræðingur í skipasmíðum í Zagreb.

mánudagur 18 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is