Vísindasjóður DÍ

Sjóðurinn var stofnaður af Guðbrandi E. Hlíðar til minningar um foreldra sína þeirra Guðrúnu Louisu og Sigurðar E. Hlíðar fv. yfirdýralækni. Í skipulagsskrá fyrir sjóðinn, sem upphaflega var gefin út 22. júlí 1968 og endurskoðuð 24. apríl 1979, segir að sjóðurinn sé eign Dýralæknafélags Íslands. Stjórn sjóðsins skipa þrír dýralæknar, yfirdýralæknir, sem jafnframt er formaður sjóðstjórnar, einn dýralæknir kosinn af stjórn DÍ og annar kosinn af aðalfundi DÍ.
Styrk af úthlutunarfénu má veita íslenskum dýralæknum til framhaldsnáms, til vísindastarfa á dýralæknasviðinu eða sem verðlaun fyrir ritgerðir um skyld mál byggðar á sjálfstæðum rannsóknum. Sjóðstjórn er ennfremur heimilt að veita öðrum einstaklingum eða starfshópum viðurkenningu fyrir mikilvæg störf unnin á sviði dýralækninga.

Félagar DÍ hafa árlega lagt sjóðnum til ákveðið hlutfall af félagsgjöldum sínum.

Eignir sjóðsins voru í lok ársins 2006 kr. 20.333.287,-
Skipulagsskrá fyrir Vísindasjóð DÍ

1.gr.
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Sigurð Einarsson Hlíðar, yfirdýralækni og konu hans Guðrúnu Louisu Hlíðar. Stofnfé er kr. 80.000.00

2.gr.
Sjóðurinn er eign Dýralæknafélags Íslands (D.Í.)

3.gr.
Sjóðsstjórn skipa eftirtaldir þrír dýralæknar:
1. Yfirdýralæknir, sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar.
2. Einn dýralæknir kosinn af stjórn D.Í.
3. Einn dýralæknir kosinn af aðalfundi D.Í.
Skulu þeir báðir kosnir til tveggja ára í senn.

4.gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða.
Hann skal ávaxta með því að kaupa fyrir hann bankavaxtabréf, bréf gefin út eða tryggð af ríkissjóði, eða á annan jafn öruggan hátt, að dómi sjóðsstjórnar.

5.gr.
Reikninga sjóðsins skal endurskoða með sama hætti og reikninga Dýralæknafélags Íslands.

6.gr.
Af vöxtum sjóðsins skal jafnan leggja þriðjung við höfuðstólinn, en tveimur þriðju má úthluta á hverju ári.
Verði minni upphæð úthlutað eitthvert ár, leggst afgangurinn af vöxtum við höfuðstól.
Þó skal sjóðsstjórn heimilt að úthluta vaxtaupphæð annað hvort ár og má þá greiða tvo þriðju hluta vaxta tveggja ára í einu. Frá því höfuðstóllinn nær kr. 250.000.00, má veita árlega alla vexti hans.

7.gr.
Höfuðstóllinn skal, að öðru leyti, efla með frjálsum gjöfum eða áheitum.

8.gr.
Af úthlutunarfénu má veita íslenskum dýralæknum styrk til framhaldsnáms, til vísindastarfa á dýralæknasviðinu eða sem verðlaun fyrir ritgerðir um skyld mál, byggðar á sjálfstæðum rannsóknum.

9.gr.
Sjóðsstjórn er ennfremur heimilt, að veita öðrum einstaklingum, eða starfshópum, viðurkenningu fyrir mikilvæg störf unnin á sviði dýralækninga.´
Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 4. apríl ár hvert, í fyrsta skipti 1975 (á níræðisafmæli Sigurðar E. Hlíðar).

10.gr.
Leita skal staðfestingar Forseta Íslands að skipulagsskrá þessariNr. 206 / 24. apríl 1979

mánudagur 18 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is