Félagsgjald DÍ er nú 1% af heildarlaunum á mánuði. Númer félagsins er 615 og gott að komi fram á skilagrein.

Athugið að sjálfstætt starfandi geta borgað til sjúkrasjóðsins.

  1. Félagsgjald 1,0% af heildarlaunum
  2. Í orlofssjóð BHM 0,25% af heildarlaunum
  3. Í sjúkrasjóð BHM 1% af heildarlaunum eða  fjölskyldu og styrktarsjóð 0,55% af heildarlaunum (Opinberir starfsmenn)
  4. Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af heildarlaunum
  5. Í vísindasjóð hvers félags 1,5% af heildarlaunum 

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til sjóða og stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir 10. hvers mánaðar. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein. 

Krafa myndast í netbanka launagreiðanda þegar skilagrein hefur borist og hún hefur verið bókuð þ.e. í lok dags. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

Bankaupplýsingar: 0336-26-50000 kt. 630387-2569.

Sjá skilagreinar BHM.

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:

Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is,  Fax. 588-9239

Bandalag háskólamanna v.BIB
Borgartúni 6
106 Reykjavík

mánudagur 18 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is